Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Eitt ár í Heimsstrandarleika ANOC

09.08.2022

Um þessar mundir er ár þar til Heimsstrandarleikar ANOC 2023 hefjast á Bali í Indónesíu en leikarnir munu standa yfir dagana 5.- 15. ágúst 2023. Á leikunum verður keppt í strandhandknattleik, -knattspyrnu, -tennis, -blaki (4x4) og -karate og í vatni verður keppt í sundknattleik, glímu (wrestling), brimbrettaíþróttum og 5 km víðavatnssundi.

Heimsstrandarleikarnir eru tiltölulega nýtt ólympískt verkefni á vegum ANOC - Heimssambandi Ólympíunefnda, og eru leikarnir haldnir fjórða hvert ár. Þeir hafa aðeins einu sinni áður verið haldnir, í Qatar árið 2019. Ísland átti ekki keppendur á þeim leikum en vonandi verður hægt að fylgjast með íslensku íþróttafólki á Heimsstrandarleikunum í framtíðinni.

Allar Ólympíunefndir heims geta sent keppendur til leikanna, þ.e. þá sem hafa unnið sér inn þátttökurétt samkvæmt skilyrðum alþjóðasérsambanda þeirra íþrótta sem keppt er í á leikunum.