Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Við eigum flotta keppendur sem eru okkur til sóma

29.07.2022

 

Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ var viðstaddur setningarhátíð og fyrstu keppnisdaga Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar - EYOF sem stendur nú yfir í Banská Bystrica í Slóvakíu. Andri fylgdist með íslensku ungmennunum etja kappi við jafnaldra sína frá öðrum löndum Evrópu og var ánægður með hópinn og aðstæður í Slóvakíu.

Andri hafði þetta að segja um hátíðina:

„Ólympíuhátíðin er frábær viðburður þar sem keppni á háu stigi blandast við fyrstu kynni ungmenna af ólympískum fjölgreinaleikum. Hér skiptir keppnin miklu máli en ekki síður að kynnast þessu umhverfi þannig að framtíðarmarkmiðin feli í sér að gera enn betur og komast á enn stærri leika. Fræðsla um Ólympíuhreyfinguna, siði og hefðir er í boði sem og um þær áskoranir sem íþróttahreyfingin býr við s.s. lyfjamisnotkun og hagræðingu úrslita. 

Við eigum flotta keppendur sem eru okkur til sóma og það er gaman að fylgjast með þeim á þessum vettvangi.