Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Nadja og Ásgeir Bragi fánaberar Íslands á setningarhátíð EYOF

24.07.2022

 

Setningarhátíð Ólympíuhátíðar Evrópuæskunnar fór fram í kvöld, sunnudaginn 24. júlí, kl. 20:00, í Banská Bystrica í Slóvakíu.

Áður en formleg dagskrá setningarhátíðarinnar hófst gengu þátttakendur leikanna gegnum gamla bæinn í Banská Bystrica þar sem fjöldi heimamanna fögnuðu og glöddust með þeim. Gangan endaði með því að fánaberar hvers lands gengu í fararbroddi yfir sviðið þar sem setningarhátíðin fór fram.

Fánaberar Íslands voru þau Nadja Djurovik sem keppir í sundi og Ásgeir Bragi Bryde Þórðarson sem keppir í handknattleik. Eldur leikanna var tendraður og góðir gestir ávörpuðu hátíðina auk þess sem boðið var upp á skemmtidagskrá sniðna að þátttakendum hátíðarinnar.

Hátíðin stendur til 30. júlí nk. og verður hægt að fylgjast með íslenska hópnum á miðlum ÍSÍ og á vefsíðu hátíðarinnar.

Einnig er streymt frá ýmsum viðburðum á EYOF 2022 Live Streaming - EOC Channel (eoctv.org)

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá deginum.

Myndir með frétt