Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

13. Norræna lýðheilsuráðstefnan

04.07.2022

Dagana 28. - 30. júní sl. var 13. Norræna lýðheilsuráðstefnan haldin hér á landi í Hörpu, tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Á ráðstefnunni var lýðheilsa, hamingja og velsæld til umfjöllunar í erindum, pallborðsumræðum og vinnustofum. Ýmsum spurningum var velt upp, til dæmis af hverju norrænar þjóðir eru meðal hamingjusömustu þjóða heims, hvaða áhrif núvitundarþjálfun hefur á heilastarfsemi, hvernig verkfæri jákvæðrar sálfræði nýtast í skólastarfi og hvernig hægt er að stuðla að vellíðan í lífi, leik og starfi.

Sérfræðingar á sviði hamingju, núvitundar, velsældar og lýðheilsu fluttu áhugaverð erindi og sögðu m.a. frá áskorunum, tækifærum og árangri á þessum sviðum. Einnig var farið yfir stöðu Ísland og nágrannaríkja í likamlegri og andlegri heilsu eftir Covid-19. Mikil vakning hefur orðið um lýðheilsu í kjölfar kórónuveirufaraldursins og mikilvægi þess að allir hugi vel að heilsu og heilbrigðum lífsháttum.

Þátttakendum gafst tækifæri til að taka þátt í fjölbreyttri hliðardagskrá þar sem áhersla var lögð á vellíðan. Meðal þess sem var í boði var núvitund, jóga, gong í Nauthólsvík og gönguferðir með íslensku leiðsögufólki.

Linda Laufdal, verkefnastjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ sat ráðstefnuna fyrir hönd ÍSÍ.

Allar frekari upplýsingar um Norrænu lýðheilsuráðstefnuna sem og Evrópuráðstefnuna um jákvæða sálfræði sem fram fór í kjölfar lýðheilsuráðstefnunnar dagana 30. júní – 2. júlí, er að finna hér.