Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Fundur með mennta- og barnamálaráðherra

23.06.2022

 

Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ og Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra funduðu í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær um ýmis hagsmunamál íþróttahreyfingarinnar. Með ráðherra voru Erna Kristín Blöndal, sem nýlega var skipuð ráðuneytisstjóri, Arnar Þór Sævarsson aðstoðarmaður ráðherra og Óskar Þór Ármannsson teymisstjóri íþrótta.

Ásamt forseta ÍSÍ sátu fundinn Gunnar Bragason gjaldkeri framkvæmdastjórnar ÍSÍ, Andri Stefánsson framkvæmdastjóri og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri.

Bæði ráðuneytið og ÍSÍ hafa nýlega farið í gegnum mikla skipulagsvinnu sem nú er unnið við að innleiða og voru þær breytingar m.a. ræddar á fundinum. Mikillar jákvæðni gætir innan ráðuneytisins gagnvart íþróttastarfinu í landinu og ljóst er að mörg spennandi verkefni eru framundan, sem íþróttahreyfingin og ráðuneytið þurfa að vinna sameiginlega að.

Á fundinum var ráðherra afhent veggspjald frá Vetrarólympíuleikunum í Peking, áritað af þeim sem skipuðu íslenska hópinn á leikunum.

Myndir með frétt