Áhugaverðar skýrslur frá IOC
Í tengslum við 139. IOC Session sem haldið var síðari hluta maímánaðar voru gefnar út nokkrar áhugaverðar skýrslur. Kynnt var áfangaskýrsla um grunnstoðir stefnu Alþjóðaólympíunefndarinnar (IOC) varðandi mannréttindi, „IOC Human Rights Strategic Frame work”, en lokaskýrslan er væntanleg í september nk.
Á fundinum var einnig kynnt ársskýrsla IOC fyrir árið 2021, sem var um margt óvenjulegt ár vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins á íþróttalífið í heiminum. IOC samþykkti í mars 2021 nýja stefnu sem kallast Olympic Agenda 2020+5 sem er stefnumarkandi fyrir starf ólympíuhreyfingarinnar næstu árin.
Fyrir áhugasama þá var einnig gefin út skýrslan „Over 125 years of Olympic venues - post Games use”, sem fjallar um nýtingu mannvirkja sem reist eru í undanfara Ólympíuleika, að leikunum loknum. Í skýrslunni er að finna ýmsar áhugaverðar niðurstöður, svo sem að af þeim 817 mannvirkjum sem notuð hafa verið fyrir Ólympíuleika á tímabilinu 1896-2018 þá eru 85% þeirra enn í notkun.