Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Heimsþing TAFISA í Slóveníu

14.06.2022

 

27. Heimsþing TAFISA fór fram í Portoroz í Slóveníu dagana 7. – 12. júní sl. Í tengslum við þingið var einnig haldin ráðstefna ásamt 30 ára afmælishátíð samtakanna. Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Hildur Karen Aðalsteinsdóttir stjórnarmaður ÍSÍ og Linda Laufdal verkefnastjóri Almenningsíþróttasviðs ÍSÍ.

Þema fyrri þingdagsins var „Íþróttir fyrir alla í breytilegum heimi” (Sport for all in a changing world). Síðari þingdaginn tóku þingfulltrúar og gestir þátt í málstofu þar sem þrír fyrirlesarar settu fram fullyrðingar og þinggestir völdu að vera með eða á móti.

Á þinginu var Wolfgang Baumann kosinn í embætti forseta TAFISA en hann tekur við af Ju-Ho Chang sem gerður var að heiðursforseta samtakanna. Á þessu þingi var meðal annars ákveðið að:

  • jafna skyldi kynjahlutfall í stjórn TAFISA
  • næsta heimsþing TAFISA yrði haldið í Dusseldorf 2023
  • aflýsa næstu heimsleikum TAFISA sem áttu að vera í Rússlandi 2024 í ljósi aðstæðna.

Að kvöldi síðari þingdagsins var svo haldið upp á 30 ára afmæli TAFISA með táknrænum hætti.

Laugardaginn 11. júní gafst þingfulltrúum og gestum færi á að byrja daginn í fallega smábænum Piran þar sem Erasmus+ verkefnið SPACHE (Sport and Physical Activity in Cultural Heritage Environment) kynnti gamla hefðbundna íþróttaleiki sem er uppspretta menningararfs á götum Píran. Einnig voru kynntar til leiks nýrri íþróttir, svo sem frisbígolf, Tuchball, Air Badminton, ofl.  

Hér má lesa meira um 27. Heimsþing TAFISA