Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Heiðrun á ársþingi ÍS

09.06.2022


Íþróttabandalags Suðurnesja (ÍS) fór fram 2. júní sl. í húsnæði Knattspyrnufélagsins Víðis í Garðinum. Öll aðildarfélög ÍS sendu fulltrúa til þingsins.

Gunnar Jóhannesson var endurkjörinn formaður ÍS til eins árs. Með honum í stjórn eru Atli Þór Karlsson, Gunnar Helgason, Halldór Gísli Einarsson og Kjartan Adólfsson.

Á þinginu var Halldór Einir Smárason, fráfarandi gjaldkeri bandalagsins, sæmdur Gullmerki ÍSÍ fyrir góð störf í þágu golfíþróttarinnar og íþrótta á starfssvæði ÍS. Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ og formaður Heiðursráðs ÍSÍ afhenti Halldóri Eini viðurkenninguna. Halldór Einir sat í stjórn ÍS í níu ár, lengst af sem gjaldkeri bandalagsins. Hann var einnig formaður Golfklúbbs Grindavíkur í sex ár og sinnti leiðtogastörfum fyrir klúbbinn í áratug.

Hafsteinn og Halla Kjartansdóttir skrifstofustjóri ÍSÍ sóttu þingið fyrir hönd ÍSÍ.