Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Nýr formaður kjörinn hjá UDN

08.06.2022

 

Ársþing Ungmennasambands Dalamanna og N-Breiðfirðinga fór fram í Dalabúð í Búðardal fimmtudaginn 2. júní. Þingstjórn var í höndum Finnboga Harðarsonar.

Heiðrún Sandra Grettisdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi starfa í formannsembættinu og var Jóhanna Sigrún Árnadóttir kjörin nýr formaður UDN til eins árs. Með henni í stjórn eru Rúna Blöndal, Guðbjört Lóa Þorgrímsdóttir, Kolfinna Ýr Ingólfsdóttir og Sindri Geir Sigurðarson. Í varastjórn voru kjörin þau Skjöldur Orri Skjaldarson og Sandra Rún Björnsdóttir. Skoðunarmenn voru kjörin þau Þórarinn Birgir Þórarinsson og Sigrún Birna Halldórsdóttir og til vara þau Þuríður Jóney Sigurðardóttir og Finnbogi Harðarson.

Garðar Svansson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var fulltrúi sambandsins á þinginu.

 

Myndir með frétt