Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Námskeið í Ólympíu í Grikklandi

08.06.2022

 

Á næstu dögum hefst 10 daga námskeið um Ólympíuhreyfinguna í Ólympíu í Grikklandi og er þema námskeiðsins Ólympíuhreyfingin á stafrænum tíma. Þátttakendur frá Íslandi verða þau Elín Lára Reynisdóttir og Sigurður Már Atlason en þau voru valin af ÍSÍ til þátttöku úr nokkrum fjölda umsækjenda. Námskeiðið er haldið árlega og stendur tveimur einstaklingum til boða að taka þátt sem eru á aldrinum 20-30 ára og er ferðin þeim að kostnaðarlausu.

Þau Elín Lára og Sigurður Már kíktu í heimsókn, fengu fatnað og ferðagögn í hendurnar og eru tilbúin til fararinnar. Það verður spennandi að fylgjast með þeirra ferðalagi á miðlum ÍSÍ en þau ætla að nýta Instagram og Instastory ÍSÍ (isiiceland) til að gefa öðrum innsýn inn í ferðina og verkefnið.

 

 

 

 

 

Myndir með frétt