Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

3

Vésteinn Hafsteinsson með fyrirlestur um afreksmennsku

24.05.2022

 

Vésteinn Hafsteinsson sem tekið hefur þátt í 10 Ólympíuleikum og þjálfar bestu kringlukastara heims heldur fyrirlestur um afreksmennsku og hvað þarf til að ná árangri fimmtudaginn 26. maí klukkan 18:00. Allir eru velkomnir á fyrirlesturinn sem verður í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi.


Í tilefni af 75 ára afmæli Frjálsíþróttasambandsins fer einnig fram afmælismót laugardaginn 28. maí á Selfossi. Margt af fremsta frjálsíþróttafólki landsins mun keppa á mótinu og Vésteinn Hafsteinsson mun mæta með strákana sem hann þjálfar, þá Daniel Ståhl og Simon Pettersson sem unnu til gull- og silfurverðlauna á Ólympíuleikunum í Tókýó á síðasta ári.

Áhugasamir geta séð nánari dagskrá og fylgst með fréttum á heimasíðu Frjálsíþróttasambandsins.