Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Vertu með! Málþing miðvikudaginn 25. maí á Hilton Nordica

18.05.2022

 

Hvernig á að ná betur til fólks af erlendum uppruna og fjölga því í skipulögðu íþróttastarfi? Þessi spurning hefur aldrei verið mikilvægari en einmitt nú! Vertu með! Aukin þátttaka barna og ungmenna af erlendum uppruna í íþróttum er yfirskrift málþings sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Ungmennafélag Íslands standa fyrir miðvikudaginn 25. maí á Hótel Hilton Nordica (gamla Pizza Hut) kl. 09:00 – 12:00.
Starfsfólk, stjórnendur og sjálfboðaliðar íþróttahreyfingarinnar sem og starfsfólks sveitarfélaga er sérstaklega boðið velkomið.

Áhugaverð og gagnleg erindi eru á dagskránni og fá gestir að heyra hvernig forsvarsfólk nokkurra íþróttafélaga hefur náð betur en áður til barna og ungmenna af erlendum uppruna og fjölgað þeim í skipulögðu íþróttastarfi. Gaman og gagnlegt verður fyrir alla að heyra hugmyndir ráðstefnugesta sem geta bætt leiðirnar og gert gott starf enn betra.
Aðgangur er ókeypis og léttar veitingar í boði. Viðburðinum verður jafnframt streymt á Facebook.

Skráning fer fram hér. Mikilvægt er að þátttakendur skrái sig eins fljótt og auðið er, því að takmarkað pláss er í boði.

Dagskrá er eftirfarandi:

Kl. 09:00 Málþing hefst

Ávarp ráðherra - Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.

Hver er staðan á þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í dag? Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá R&G.

Samtal og samvinna – Mikilvægi þess að ræða við börn, unglinga og fullorðna um viðfangsefni þeirra og virkni.
Jóhannes Guðlaugsson, verkefnastjóri, Þjónustumiðstöðinni í Breiðholti.

Kl. 10:00 Kaffihlé

Allir með í Reykjanesbæ.-Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningarmála.

Örfrásagnir af fjórum ólíkum verkefnum.-Ragnar Sverrisson, Dagný Finnbjörnsdóttir, Kristín Þórðardóttir og Sarah Smiley.

Fjölmenningarverkfærakista Æskulýðsvettvangsins -Sema Erla Serdar, framkvæmdastýra ÆV.

Samantekt, hvaða verkfærum kallar íþróttahreyfingin eftir?

Kl. 12:00 Dagskrárlok