Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Hjólað í vinnuna ennþá í fullum gangi

17.05.2022

Íþrótta- og Ólympíusambandið minnir á að heilsuátakið Hjólað í vinnuna er ennþá í fullum gangi. Það er rúmlega vika eftir af átakinu og alls ekki of seint að vera með. Nú er um að gera að hvetja alla starfsmenn til að skrá sig til leiks og vera duglega að velja virkan ferðamáta til og frá vinnu. Hægt er að skrá ferðirnar sínar frá byrjun átaksins, eða frá 4. maí. Það er ágætis hjóla- og gönguveður þessa dagana og því ekkert því til fyrirstöðu að velja virkan ferðamáta til og frá vinnu.

Það er mikilvægt fyrir vinnustaði landsins að huga að starfsandanum eftir krefjandi tíma undanfarin misseri og er verkefnið Hjólað í vinnuna góð leið til þess að hressa upp á stemninguna og þjappa hópnum saman. Útfærslan er einföld. Fólk gengur, hjólar eða ferðast með öðrum virkum hætti þá vegalengd er samsvarar vegalengd til og frá vinnu og skráir þá kílómetra inn í kerfið. Hægt er að byrja eða enda vinnudaginn á því að ganga eða hjóla til og frá vinnu.

Frekari upplýsingar um átakið Hjólað í vinnuna má finna hér á heimasíðu Hjólað í vinnuna.