Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Setningarhátíð Hjólað í vinnuna - Allir þátttakendur velkomnir!

03.05.2022

 

Miðvikudaginn 4. maí hefst Hjólað í vinnuna í tuttugasta sinn. 
Allir þátttakendur í verkefninu eru velkomnir á setningarhátíðina sem fer fram í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl. 8:30, þiggja bakkelsi og hlusta á stutt og hressileg ávörp.

Dagskráin er eftirfarandi:
Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ býður gesti velkomna.

Ávörp flytja:

Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra,
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri,
Sigrún Ágústsdóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar,
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Samgöngusofu,
Ingvar Ómarsson, hjólreiðakappi.

Að ávörpum loknum munu gestir og þátttakendur hjóla átakið formlega af stað.

Við minnum á að á meðan á átakinu stendur verður skráningarleikur þar sem allir þátttakendur eiga möguleika á að vera dregnir út á í þættinum Morgunverkin á Rás 2, alla virka daga. Hjólreiðaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga og þann 27. maí er dregið út glæsilegt reiðhjól að verðmæti 100.000kr. Þá verður í gangi myndaleikur á Instagram, Facebook og á heimasíðunni þar sem myndasmiðir sem merkja myndina með #hjoladivinnuna geta unnið frábærra vinninga.

Allar upplýsingar um verkefnið er að finna á www.hjoladivinnuna.is en þar má einnig finna efni til að dreifa á vinnustöðum, svo sem reglur keppninnar, hvatningarbréf, veggspjöld og fleira.