Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
23

Ársþing UMSK á 100 ára afmælisári

02.05.2022

 

98. ársþing Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) fór fram í Hlégarði í Mosfellsbæ um helgina. UMSK fagnar 100 ára afmæli á árinu en sambandið var stofnað í nóvember 1922. Í tilefni þess var sérstakt afmælismerki sambandsins hannað sem notað verður út afmælisárið. Merkið byggir á merki UMSK þar sem víkingaskip er í forgrunni. Sambandið mun standa fyrir ýmsum spennandi viðburðum á afmælisárinu og er einnig áætlað að vera með sérstakan afmælisfögnuð í nóvember nk.

Engar breytingar urðu á stjórn sambandsins sem er skipuð þeim Guðmundi Sigurbergssyni formanni, Lárusi B. Lárussyni, Þorsteini Þorbergssyni, Höllu Garðarsdóttur og Pétri Erni Magnússyni. Varastjórn sambandsins er skipuð þeim Geirarði Long, Rakel Másdóttur og Margréti Dögg Halldórsdóttur.

Kolbrún Þöll Þorradóttir fimleikakona úr Stjörnunni í Garðabæ var kjörin Íþróttakona UMSK 2021 og meistaraflokkkur kvenna í knattspyrnu í Breiðabliki var kjörinn Lið ársins 2021. Hvatningarverðlaun UMSK hlaut Hestamannafélagið Hörður í Mosfellsbæ fyrir námskeið fatlaðra og Félagsmálaskjöld UMSK hlaut Geirarður Long úr Aftureldingu.

Innganga tveggja nýrra félaga var samþykkt á þinginu. Um er að ræða Karatefélag Garðabæjar og Hnefaleikafélagið Haförn.

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru Hafsteinn Pálsson 2. varaforseti ÍSÍ og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri.

Ársskýrslu UMSK fyrir árið 2021 er hægt að nálgast með því að smella hér.

Myndir með frétt