Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Gott ársþing ÍBA

29.04.2022

 

Íþróttabandalag Akureyrar hélt 65. ársþing sitt þann 27. apríl síðastliðinn á Jaðri, í golfskála Golfklúbbs Akureyrar. Þingforseti var Ingvar Gíslason og stýrði hann þinginu af röggsemi. Haukur Friðgeir Valtýsson og Þröstur Guðjónsson voru útnefndir Heiðursfélagar ÍBA. Nokkrar tillögur lágu fyir þinginu, m.a. um breytingar á lögum bandalagsins. Allar tillögur voru samþykktar ef frá er skilin tillaga um breytta reglugerð um fjölda þingfulltrúa á ársþing ÍBA, hún var felld og stjórn ÍBA falið að skoða þau mál betur fyrir næsta þing. 

Úr stjórn gengu þau Ármann Ketilsson, Erlingur Kristjánsson og Inga Stella Pétursdóttir og voru í þeirra stað kosin þau Jóna Jónsdóttir, María Aldís Sverrisdóttir og Sigrún Árnadóttir.  Auk þeirra eru í stjórn Birna Baldursdóttir, Jón Steindór Árnason og Ómar Kristinsson ásamt Geir Kristni Aðalsteinssyni sem var endurkjörinn formaður ÍBA. 

Fulltrúar ÍSÍ á þinginu voru þeir Hörður Þorsteinsson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ og Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri. Á annarri myndinni er Geir Kristinn Aðalsteinsson formaður ÍBA í pontu.

Myndir með frétt