Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Námskeið í Ólympíu - auglýst eftir umsóknum

27.04.2022

 

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands auglýsir eftir tveimur þátttakendum, kven- og karlkyns, til þátttöku á námskeiði ungs íþróttafólks (20 til 30 ára) á vegum Alþjóðaólympíuakademíunnar í Ólympíu í Grikklandi dagana 11.-23.júní n.k. Að þessu sinni er aðalumfjöllunarefni námskeiðsins; ólympíuhreyfingin í stafrænum heimi, en auk þess verður lögð áhersla á að efla hreyfingu og nýta til þess sýndarveruleika og aðrar tækninýjungar. Námskeiðið er bæði í formi fyrirlestra en einnig er mikið lagt upp úr hópavinnu þannig að þeir sem sitja námskeiðið kynnist vel. Námskeiðið sækir ungt fólk allsstaðar að úr heiminum.  

Flugferðir, gisting og uppihald eru þátttakendum að kostnaðarlausu.
Leitað er að einstaklingum sem náð hafa mjög góðum árangri í íþróttagrein (-greinum) og/eða sinnt kennslu/þjálfun/félagsstörfum innan íþróttahreyfingarinnar, ásamt því að sýna málefnum ólympíuhreyfingarinnar sérstakan áhuga. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku og/eða frönsku og vera fyrirmynd annars æskufólks í hvívetna.

Umsóknum skal skila rafrænt og á ensku eigi síðar en 11. maí. Umsóknina má finna hér á heimasíðu ÍSÍ.

Frekari upplýsingar veitir Ragnhildur Skúladóttir sviðsstjóri Þróunar-og fræðslusviðs ÍSÍ á ragnhildur@isi.is eða í síma 514-4000.