Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Sístækkandi íþróttaflóra innan ÍSÍ

24.04.2022

 

Viðurkenndar íþróttagreinar innan ÍSÍ eru ríflega 50 talsins og fer fjölgandi, jafnt og þétt.

Með auknum áhuga á skíðagöngu hér á landi þá hefur einnig kviknað áhugi fyrir skíðaskotfimi en keppt er í íþróttinni á Vetrarólympíuleikum. Skíðasamband Íslands er, með leyfi ÍSÍ, orðið aðili að Alþjóðaskíðaskotfimisambandinu (IBU) og hyggst breiða út skíðaskotfimi hér á landi samhliða miklum vinsældum skíðagöngunnar. Nú þegar er keppnishald í íþróttinni hafið en um helgina fór fram fyrsta Reykjavíkurmótið í skíðaskotfimi í Skálafelli, í blíðskaparveðri. Myndin sem fylgir fréttinni er tekin við það tækifæri.

Um helgina fór einnig fram kynning Skautasambands Íslands á skautaati eða „short track speed skating“ í Skautahöllinni á Akureyri þar sem íþróttin og umhverfi hennar var kynnt. Íþróttin er innan Alþjóðaskautasambandsins (ISU), sem Skautasamband Íslands er aðili að.

Báðar ofangreindar íþróttagreinar eru ólympískar íþróttagreinar og verður spennandi að fylgjast með því hvort að þær nái fótfestu og vinsældum hér á landi.

Mynd/SKÍ