Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

„Hefur gert starfið mun skilvirkara og öflugra“

11.04.2022

 

Golfklúbbur Vestmannaeyja (GV) fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ föstudaginn 8. apríl síðastliðinn.  Það var Leifur Jóhannesson stjórnarmaður og formaður unglinga- og afreksnefndar GV sem tók við viðurkenningunni úr hendi Elíasar Atlasonar verkefnastjóra hjá ÍSÍ í fallegu veðri á golfvellinum í Vestmannaeyjum.

„Við í Golfklúbbi Vestmannaeyja erum stolt af viðurkenningu ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélag.  Að vinna eftir Fyrirmyndarhandbók félagsins hefur gert starfið mun skilvirkara og öflugra“ sagði Karl Haraldsson golfkennari af þessu tilefni.