Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Afhending viðurkenninga til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ 2021

08.04.2022

 

Vegna stöðu kórónuveirufaraldursins í desember síðastliðnum þá varð að fresta afhendingu viðurkenninga til íþróttafólks sérsambanda ÍSÍ ársins 2021.

Í dag fór sú afhending fram við hátíðlega athöfn á Grand Hótel Reykjavík að viðstöddu íþróttafólkinu, fulltrúum sérsambanda ÍSÍ, Heiðursfélögum ÍSÍ, framkvæmdastjórn ÍSÍ og fulltrúum þeirra fyrirtækja sem standa að Ólympíufjölskyldu ÍSÍ. Árið 2021 var uppfullt af áskorunum en einnig tækifærum og glæsilegum afrekum. Hægt er að fullyrða að það sé mikil eftirvænting í loftinu fyrir komandi mánuðum sem vonandi hafa í för með sér hefðbundnari aðstæður og íþróttaviðburði sem áhorfendur geta hópast á. 

Ólympíufjölskylda ÍSÍ gaf glæsilega verðlaunagripi til allra íþróttakvenna og íþróttakarla ársins sem sjá má á myndum sem fylgja frétt þessari.

Eyþór Ingi, tónlistarmaður og skemmtikraftur, hélt uppi fjörinu á viðburðinum.

ÍSÍ óskar öllu íþróttafólkinu innilega til hamingju með viðurkenningarnar og velfarnaðar á yfirstandandi tímabili.

Hægt er að skoða myndir frá athöfninni hér.

Yfirlit og upplýsingar um afrek íþróttafólksins má finna hér.

 

Myndir með frétt