Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

27

Guðrún Helga endurkjörin formaður USVH

07.04.2022

 

81. ársþing Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga (USVH) fór fram í félagsheimilinu Ásbyrgi 5. apríl síðastliðinn. Þingið gekk vel undir stjórn Júlíusar Guðna Antonssonar þingforseta. Þingið var að þessu sinni í umsjón Umf. Grettis.

Guðrún Helga Magnúsdóttir var endurkjörin sem formaður USVH til næstu tveggja ára og einnig var kjörin inn ný í stjórn Elísa Ýr Sverrisdóttir. Í varastjórn voru kjörin þau Pálmi Geir Ríkharðsson sem 1. varamaður, Linda Sóley Guðmundsdóttir sem 2. varamaður og Reimar Marteinsson sem 3. varamaður. 

Ingibjörg Jónsdóttir og Kristín Ólafsdóttir voru kjörnar skoðunarmenn sambandsins til eins árs og skoðunarmaður til vara Þórdís Helga Benediktsdóttir.

Þórey Edda Elísdóttir 1. varaforseti ÍSÍ sótti þingið fyrir hönd sambandsins. Hún flutti ávarp við þingsetningu.

Mynd/USVH.