Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

EYWOF - Júlía Rós keppti á listskautum

24.03.2022

Ein keppnisgrein var á dagskrá hjá íslenska hópnum í gær. Júlía Rós Viðarsdóttir keppti í stuttu prógrammi á listskautum. Júlíu Rós gekk mjög vel á ísnum, lenti í 19. sæti af 31 keppenda og hlaut 40.52 stig sem er persónulegt met hennar á alþjóðlegu móti. 

Júlía Rós fékk góðan stuðning úr stúkunni frá íslenska hópnum sem lét vel í sér heyra og hvöttu hana áfram. Í skautahöllinni hitti hópurinn Hafstein Pálsson 2. varaforseta ÍSÍ, Líneyju Rut Halldórsdóttur formann EYOF nefndar Evrópusambands Ólympíunefnda (EOC) og Kristínu Valdísi Örnólfsdóttur sem er á leikunum í verkefninu Young Ambassadors og er fyrrum landsliðskona á listskautum.

Í dag keppir Júlía Rós í frjálsum æfingum á listskautum. Keppni hefst klukkan 15:45 og er Júlía Rós númer 13 í rásröðinni.  

Allir íslensku keppendurnir verða í eldlínuni í dag en einnig verður keppt í brettastíl og sprettgöngu. Keppni í brettastíl kvenna hefst klukkan 10:15 og karlarnir keppa svo í beinu framhaldi. Sprettganga karla hefst klukkan 10:30.

Myndir með frétt