Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Samheldni á ársþingi UMSE

18.03.2022

 

Ungmennasamband Eyjafjarðar hélt 101. ársþing sitt í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju fimmtudaginn 17. mars síðastliðinn.  Alls voru 27 þingfulltrúar mættir til þings af 49 mögulegum sem þótti gott miðað við veður og færð á svæðinu.  Þingforsetar voru þau Sigurður Valdimar Bragason og Kristín Thorberg og stýrðu þau þinginu af röggsemi. 

Sigurður Eiríksson formaður UMSE flutti skýrslu stjórnar og Einar Hafliðason gjaldkeri fór yfir reikninga sambandsins.  Fjölmargar tillögur lágu fyrir þinginu en nefndarstörf gengu afar vel fyrir sig og ríkti samheldni hvað varðar niðurstöður enda allar tillögurnar samþykktar, sumar eftir lítilsháttar orðalagsbreytingar.  Ný persónuverndarstefna UMSE var samþykkt, hvatningartillaga frá stjórn til aðildarfélaga um að sækja um viðurkenningu til ÍSÍ sem Fyrirmyndarfélög var samþykkt og einnig var samþykkt samhljóða að heimila stjórn UMSE að ræða við nágrannahéruðin Íþróttabandalag Akureyrar og Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar um mögulega sameiningu. 

Sigurður Eiríksson var endurkjörinn formaður UMSE og einnig var Kristlaug Valdimarsdóttir ritari sambandsins endurkjörin.  Þau Sigurður og Kristlaug voru þau einu sem kjósa átti um á þessu þingi samkvæmt reglugerð.  Fulltrúi ÍSÍ á þinginu var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.  Á myndunum má sjá hluta þingfulltrúa ásamt þeim Sigurði Eiríksson formanni í pontu og Sigurð Valdimar Bragason þingforseta sitjandi við hlið hans.

Myndir með frétt