Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
30

Rússum og Hvít-Rússum meinuð þátttaka í EYOWF í Vuokatti

02.03.2022

 

Evrópusamband Ólympíunefnda (EOC) hefur tilkynnt að Rússar og Hvít-Rússar muni ekki verða meðal keppenda og starfsfólks Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar sem fram fer í Vuokatti í Finnlandi síðar í marsmánuði.

Í fréttatilkynningu frá EOC kemur fram að ákvörðunin hafi verið erfið, með hliðsjón af því hversu ungir keppendur hátíðarinnar eru, en að sambandið sjái ekki aðra leið í málinu. Fram kemur að EOC styðji heilshugar íþróttafólk sem og almenning í Úkraínu.

ÍSÍ áætlar að fara með ríflega 20 keppendur á hátíðina sem hefst 20. mars nk. Ísland mun eiga keppendur í eftirfarandi íþróttum:  alpagreinum, gönguskíðum, snjóbrettum og listskautum.

Fréttatilkynningu EOC í heild sinni er að finna á heimasíðu EOC.