Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

2

Stjórn endurkjörin á ársþingi KRAFT

28.02.2022

 

Ársþing Kraftlyftingasambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal laugardaginn 26. febrúar sl. 

Skýrsla stjórnar var flutt og reikningar sambandsins voru samþykktir. Nokkrar breytingar á lögum sambandsins voru samþykktar og afreksstefna KRAFT var staðfest.  Stjórn sambandsins var endurkjörin og formenn fastanefnda voru kjörnir til næstu tveggja ára. Gry Ek Gunnarsson var endurkjörin sem formaður sambandsins til eins árs. Kosið var um helming stjórnar til tveggja ára.

Valdimar Leó Friðriksson úr framkvæmdastjórn ÍSÍ var þingforseti og Andri Stefánsson framkvæmdastjóri ÍSÍ ávarpaði þingið við þingsetningu. Þinginu barst einnig kveðja frá Ásmundi Einari Daðasyni mennta- og barnamálaráðherra. 

Við upphaf þings voru afhent verðlaun vegna árangurs á árinu 2021. Stigahæstu liðin voru Glímufélagið Ármann í kvennaflokki og lyftingadeild UMFN í karlaflokki. Kraftlyftingafólk ársins 2021 voru þau Kristín Þórhallsdóttir og Viktor Samúelsson.