Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
22

Peking / Snorri Einarsson hefur lokið keppni

20.02.2022

Snorri Einarsson lauk keppni á Vetrarólympíuleikunum í gær laugardag. Hann náði 23. sæti í göngunni sem er besti árangur sem íslenskur skíðagöngumaður hefur náð á Ólympíuleikum. Snorri var 3 mínútum og 18 sekúndum á eftir Bolshunov sem var lengi á meðal fremstu manna.


Snorri Einarsson var sáttur og kátur eftir að hafa lokið 30 kílómetra skíðagöngunni. Hann hefði þó gjarnan viljað ganga 50 kílómetra eins og til stóð, en gangan var stytt vegna aðstæðna og mikils kulda. Snorri sagðist hafa pantað sér svona veður, enda vanur miklum kulda í skíðagöngum á Ísafirði undanfarin 3 ár. Hann játaði samt að gangan hafi verið erfið.


Hér má sjá viðtal við Snorra á síðu RÚV.