Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Ungur liðsauki á EWYOF

16.02.2022

Sigríður Dröfn Auðunsdóttir hefur verið valin til þess að fara sem liðsauki á Vetrarólympíuhátíð Evrópuæskunnar EWYOF sem fer fram í Vuokatti í Finnlandi dagana 20.-25.mars. Hlutverk Sigríðar í ferðinni verður m.a. að sinna fréttaskrifum og birtingu á efni á heimasíðu og samfélagsmiðlum ÍSÍ ásamt því að taka að sér önnur tilfallandi verkefni í ferðinni.

Sigríður Dröfn var landsliðskona á skíðum og keppti m.a. sjálf á EWYOF árið 2017. Hún æfir einnig knattspyrnu með meistaraflokki ÍR og stefnir að því að útskrifast með B.A. í miðlun og almannatengslum frá háskólanum í Bifröst í ár en starfar samhliða námi sem leiðbeinandi á leikskóla og fréttaritari fyrir fótbolti.net.

Við bjóðum Sigríðu Dröfn velkomna til liðs við okkur.