Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Peking 2022 / Sturla Snær keppir ekki í stórsvigi

12.02.2022

 

Sturla Snær Snorrason, keppandi á Vetrarólympíuleikunum í Peking, mun ekki keppa í stórsvigi á leikunum í Peking. Sú ákvörðun var tekin í dag en keppni í stórsvigi er á dagskrá leikanna á morgun.

Sturla Snær greindist með COVID-19 fyrir viku síðan og var í framhaldinu fluttur úr Ólympíuþorpinu og í einangrun á spítala. Hann losnaði úr einangrun í gær og kom aftur í Ólympíuþorpið þar sem hann verður í sóttkví næstu daga. Eftir æfingu í dag var tekin sú ákvörðun að Sturla Snær muni ekki keppa í stórsvigi að þessu sinni heldur einbeita sér að undirbúningi og keppni í svigi sem fram fer miðvikudaginn 16. febrúar næstkomandi.