Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Hólmfríði Dóru gekk vel í sviginu

09.02.2022

Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppti í svigi í nótt á Yanqing keppnissvæðinu á Vetrarólympíuleikunum. Til keppni voru skráðir 88 keppendur og var Hólmfríður Dóra með rásnúmerið 62. Hún skíðaði fyrri ferðina á 57,39 sek. og var þá í 43. sæti en vann sig svo upp um fimm sæti í seinni ferðinni sem var hraðari en sú fyrri eða 56,48 sek.  Samanlagður tími var því 1:53,87 mín. Alls voru 88 keppendur skráðir til leiks í sviginu en aðeins 60 luku fyrri ferðinni. Brautin reyndist mörgum erfið, þar á meðal bandarísku stórstjörnunni Mikaela Shiffrin sem féll úr keppni í fyrri ferðinni.  Aðeins 50 keppendur náðu að ljúka keppni.

Sigurvegari í svigi kvenna var Petra Vlhova frá Slóvakíu sem hefur verið ósigrandi í heimsbikarnum í vetur. Petra var með 8. besta tímann í fyrri ferðinni en skíðaði svo enn betur í seinni ferðinni á tímanum 52.09 sek og samanlögðum tíma 1:44,98 mín. Þetta eru hennar fyrstu Ólympíuverðlaun. Önnur var Katharina Liensberger frá Austurríki og þriðja Wendi Holdener frá Sviss. 

Flottur dagur hjá Hólmfríði Dóru og óskum við henni til hamingju með árangurinn.

Myndir með frétt