Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Kristrún og Isak hafa lokið keppni í sprettgöngu

08.02.2022

 

Kristrún Guðna­dótt­ir og Isak Stianson Pedersen hafa lokið keppni í spennandi fyrstu umferðum sprettgöngu kvenna og karla á Vetrarólympíuleikunum í Peking. 

Kristrún var með rás­núm­er 71 af 91 kepp­anda í grein­inni og kom í mark á 3:49,59 mín­út­um. Kristrún endaði í 74. sæti í grein­inni.  Jonna Sund­ling frá Svíþjóð náði lang­besta tím­an­um en hún fór braut­ina á 3:09,03 mín­út­um. Þetta er frumraun Kristrúnar á Vetrarólympíuleikum. Sprettgangan var eina keppnisgrein Kristrúnar og hefur hún því lokið keppni á leikunum.

Isak var með rás­núm­er 61 af 92 kepp­end­um og kom í mark á 3:11,95 mín­út­um. Hann endaði í 78. sæti þegar all­ir höfðu skilað sér í mark. Lucas Chana­vat frá Frakklandi náði besta tím­an­um, 2:45,03 mín­út­ur. Isak er á sínum öðrum Vetrarólympíuleikum en hann keppti í sprettgöngu í Pyeongchang árið 2018. Isak keppir í liðaspretti (Team Sprint Classic) 16. febrúar nk. ásamt Snorra Einarssyni.

Kristrún og Ísak komust ekki áfram í næstu umferðirnar í sprettgöngunum þar sem einungis 30 efstu vinna sér inn rétt til áframhaldandi keppni. Alls verða umferðirnar fjórar og fara allar fram í dag en einungis sex keppendur keppa í síðustu umferðinni. Það reynir því mikið á keppendur sem þurfa að keyra sig vel út í hverri umferð til að ná tíma sem gefur áframhaldandi þátttökurétt í greininni.

Hér er hlekkur á viðtal RÚV við Kristrúnu að lokinni keppni.