Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Snorri Einarsson í 29. sæti í 30 km skiptigöngu

06.02.2022
Snorri Einarsson steig fyrstur Íslendinganna á stokk á Vetrarólympíuleikunum í Beijing í morgun. Hann keppti í sinni fyrstu grein, 30 kílómetra skiptigöngu. Snorri varð í 29. sæti sem er besti árangur íslensk keppanda í skíðagöngu á Ólympíuleikum.

Snorri ræsti í 44. sæti og var um tíma í 22. og 23. sæti, en í 25. sæti þegar gangan var tæplega hálfnuð. Hann kláraði svo á 1 klukkutíma, 22 mínútum og 50 sekúndum og kom í mark í 29. sæti, 6 mínútum og 40 sekúndum á eftir sigurvegaranum Alexander Bolshunov frá Rússlandi. Denis Spitsov, einnig frá Rússlandi, varð í öðru sæti og Ivo Niskanen frá Finnlandi í þriðja sæti.

ÍSÍ óskar Snorra til hamingju með árangurinn.

Myndir með frétt