Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Íþróttamaður UMSE 2021

01.02.2022

 

Íþróttamaður UMSE 2021 var kynntur þann 27. janúar síðastliðinn. Vegna fjöldatakmarkana fór viðburðurinn fram í beinni útsendingu á Facebook, líkt og í fyrra. Titilinn hlaut að þessu sinni Guðmundur Smári Daníelsson frjálsíþróttamaður frá Umf. Samherjum. Guðmundur Smári hefur lengi æft og keppt af miklum dugnaði í frjálsíþróttum. Árið 2018 fékk hann íþrótta- og skólastyrk við Queen University of Charlotte í Norður Karólínu í Bandaríkjunum. Í upphafi lagði Guðmundur Smári áherslu á tugþraut en hefur snúið sér alfarið að spjót- og sleggjukasti. Þrátt fyrir að miklar hömlur hafi verið á árinu vegna COVID-19, þá átti Guðmundur Smári gott ár á keppnisvellinum. Hann var valinn í ALL Region utanhúss í sleggjukasti og spjótkasti. Til þess að komast í það val þá þarf árangurinn að vera einn af fimm bestu í öllum suðausturhluta Bandaríkjanna.

ÍSÍ óskar Guðmundi Smára innilega til hamingju með titilinn.

Mynd: samsett úr myndum frá Guðmundi Smára.