Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26.07.2024 - 28.11.2019

París 2024

Ólympíuleikarnir fara fram í París í...
20.09.2024 - 21.09.2024

Ársþing SKÍ 2024

Ársþing Skíðasambands Íslands verður haldið...
22.10.2026 - 28.11.2019

YOG 2026 - Dakar

Ólympíuleikar ungmenna (YOG) fara fram í...
30

Íslenski hópurinn aðlagast vel

01.02.2022

Íslensku keppendurnir á Vetrarólympíuleikunum í Peking eru í óða önn að aðlagast aðstæðum í Kína. Það hefur verið kalt uppi í fjöllunum síðustu daga og kuldinn farið í -17°C. Vistarverur hópsins í Ólympíuþorpunum eru ansi hráar við afhendingu og er það hlutverk ÍSÍ að búa þær þannig út að vel fari um hópinn á meðan á dvölinni stendur. ÍSÍ útvegar húsgögn og búnað í sameiginleg rými hópsins og eru dagarnir fyrir setningu leikanna ansi annasamir fyrir þá sem eru í fararstjórn við að koma öllu í stand.

Íslenski hópurinn sem fer á Paralympics, sem haldnir eru í kjölfar Ólympíuleika, nýtur svo góðs af þeim búnaði sem ÍSÍ hefur keypt og sett í notkun í Ólympíuþorpunum því allt er geymt í þorpinu þangað til hópurinn mætir á Paralympics.

Myndir með frétt