Forseti og varaforseti IPF heimsóttu ÍSÍ
Forseti Alþjóðakraftlyftingasambandsins (IPF), Gaston Parage, heimsótti höfuðstöðvar ÍSÍ í gær í fylgd Sigurjóns Péturssonar varforseta IPF og Gry Ek Gunnarsson formanns Kraftlyftingasambands Íslands. Forsetinn átti stuttan fund með Gunnari Bragasyni gjaldkera framkvæmdastjórnar ÍSÍ þar sem rædd voru ýmis hagsmunamál íþróttarinnar.
Gaston Parage er staddur hér á landi í tilefni af Reykjavíkurleikunum sem nú standa yfir. Fjöldi meta var sleginn í kraftlyftingum á leikunum, þar af nokkur heimsmet. Kraftlyftingakeppnin var stigakeppni (IPF GL stig) og var ekki keppt í þyngdar- eða aldursflokkum. Af árangri íslensku keppendanna má nefna að Elsa Pálsdóttir sló þrjú heimsmet í Master 3 og Matthildur Óskarsdóttir tvíbætti Evrópumet unglinga í bekkpressu.
Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var við það tækifæri, eru frá vinstri: Gunnar Bragason gjaldkeri ÍSÍ, Gaston Parage foresti IPF, Gry Ek Gunnarsson formaður KRAFT og Sigurjón Pétursson varaforseti IPF.