Starfsskýrsluskil í nýju kerfi
25.01.2022
Samkvæmt 8. grein laga ÍSÍ þá þurfa allir sambandsaðilar og íþrótta- og ungmennafélög innan þeirra vébanda að skila inn starfsskýrslum til ÍSÍ fyrir 15. apríl ár hvert, um starfsárið þar á undan.
Að þessu sinni verður starfsskýrslum ekki skilað í Felix heldur í nýju skilakerfi ÍSÍ og UMFÍ sem verið er að leggja lokahönd á. Kerfið verður hluti af Sportabler kerfinu sem yfir 90% af íþróttahreyfingunni notar í sínu daglega starfi. Áætlað er að kerfið verði í lokaprófunum út febrúarmánuð og verður opnað fyrir skil á starfsskýrslum að þeim loknum. Nánari upplýsingar og tímasetningar verða sendar út þegar þær liggja fyrir.
Upplýsingar varðandi starfsskýrsluskil veitir Elías Atlason verkefnastjóri hjá ÍSÍ, netfang elias@isi.is, sími 5144000.