Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

22

Kristín Þórhallsdóttir er Íþróttamaður Borgarfjarðar árið 2021

18.01.2022

Ungmennasamband Borgarfjarðar (UMSB) hefur kosið Kristínu Þórhallsdóttur kraftlyftingakonu, Íþróttamann Borgarfjarðar 2021.

Kristín byrjaði að stunda klassískar kraftlyftingar 2019 en fyrir hafði hún æft frjálsíþróttir frá fimm ára aldri til tvítugs.

Kristín varð þrefaldur Íslandsmeistari í -84 kg flokki kvenna árið 2021. Hún varð stigahæsti keppandinn í kvennaflokki annað árið í röð og er nú stigahæsti Íslendingurinn í íþróttinni óháð kyni, þyngdar- og aldursflokki.
Kristín setti fjölmörg Íslandsmet á árinu. Hún bar sigur úr býtum á Reykjavíkurleikunum í janúar.

Kristín er fyrsti Íslendingurinn til að ná Evrópumeistaratitli á þrílyftumóti innan kraftlyftinga. Á Evrópumeistaramótinu náði hún sínum besta árangri á árinu, þar sem hún fékk gull í fjórum greinum, ásamt því að setja fjögur Íslandsmet og tvö Evrópumet.

Auk þess að vera íþróttamaður Borgarfjarðar var hún valin íþróttamaður Akranes og lenti í þriðja sæti í kjöri Íþróttamanns ársins 2021.

Magnað ár hjá Kristínu, ÍSÍ óskar henni innilega til hamingju.

Nánari upplýsingar um verðlaunaafhendingu UMSB má finna hér.

Mynd: umsb.is