Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
3

Úthlutun úr Íþróttasjóði 2022

14.01.2022

Samkvæmt frétt á heimasíðu Rannís þá hefur Íþróttanefnd ríkisins ákveðið að úthluta 22.990.000,- úr Íþróttasjóði til 79 verkefna fyrir árið 2022. Nefndinni bárust alls 132 umsóknir að upphæð rúmlega 291 milljón króna um styrki úr sjóðnum.

Alls bárust 80 umsóknir um styrki til að bæta aðstöðu til íþróttaiðkana að upphæð rúmlega 221,7 m. kr. Styrkumsóknir um fræðslu- og útbreiðsluverkefni voru 48 að upphæð um 63,4 m. kr. og umsóknir vegna íþróttarannsókna voru fimm, að upphæð rúmlega 6,67m. kr.

Til ráðstöfunar á fjárlögum 2022 eru rúmar 22 m. kr. en samkvæmt reglugerð um Íþróttasjóð fara ósóttir styrkir aftur til sjóðsins til úthlutunar. Einnig er kostnaður við rekstur íþróttanefndar og kostnaður Rannís vegna umsýslu sjóðsins tekinn af styrkfé sjóðsins.

Alls verða 42 umsóknir styrktar sem falla undir flokkinn ,,Aðstaða“, 32 umsóknir úr flokknum ,,Fræðsla og útbreiðsla“ og 4 umsóknir úr flokknum ,,Rannsóknir“.

Upplýsingar um styrkhafa er að finna í frétt á heimasíðu Rannís.