Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Íþróttamaður USVH 2021

07.01.2022

Dagbjört Dögg Karlsdóttir körfuknattleikskona, var kjörin Íþróttamaður USVH 2021.

Liðið hennar, Valur, varð Íslands- og deildarmeistari á síðasta tímabili. Dagbjört Dögg var valin varnarmaður ársins í úrvalsdeild kvenna seinasta vor og hún er byrjunarliðsmaður í A landsliði Íslands í körfuknattleik.

Í dag er Dagbjört með bestu þriggja stiga nýtingu í úrvalsdeildinni og á meðal stigahæstu íslensku leikmönnum deildarinnar, með 17,22 stig að meðaltali í leik.

Sökum aðstæðna í samfélaginu vegna COVID-19 var ekki formleg verðlaunaafhending í ár.

ÍSÍ óskar Dagbjörtu Dögg til hamingju með nafnbótina og glæsilegan árangur.

 

Mynd: usvh.is

Myndir með frétt