Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Íþróttafólk ÍRB 2021

07.01.2022 Kjöri á íþróttafólki Reykjanesbæjar 2021 var lýst í útsendingu á fésbókarsíðu Víkurfrétta á gamlársdag. Hlutskörpust voru kraftlyftingakonan Elsa Pálsdóttir og körfuknattleiksmaðurinn Hörður Axel Vilhjálmsson.

Hörður Axel spilaði með landsliðinu, varð deildarmeistari og leikmaður ársins í Dominos-deild karla.

Elsa hefur átt 8 heimsmet, 50 Íslandsmet og getur státað af titlunum Íslandsmeistari, Norðurlandameistari og heimsmeistari.

Í þau 25 ár sem ÍRB hefur verið starfrækt hefur Íþróttafólk ársins verið krýnt á gamlársdag, nema 2020 vegna heimsfaraldursins en alveg valinu var sleppt það ár. ÍRB var staðráðið í að láta það ekki gerast aftur og var þess vegna valin sú leið í ár að tilkynna  valið á Íþróttakarli og Íþróttakonu árins 2021 á skrifstofu Víkurfrétta í beinu streymi.
Vegna sóttvarnareglna var árleg uppskeruhátíð ÍRB ekki haldin þetta árið. Fundinn verður dagur í janúar til þess að veita því íþróttafólki viðurkenningar sem þóttu skara fram hvert á sínu sviði og þeim 116 Íslandsmeisturum sem unnu til verðlauna árið 2021.

ÍSÍ óskar Elsu og Herði til hamingju með nafnbótina og glæsilegan árangur.

Mynd: Víkurfréttir
 

Myndir með frétt