Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Ferðasjóður íþróttafélaga - Skilafrestur til 10. janúar nk.!

04.01.2022

Minnt er á að skilafrestur til að senda inn umsóknir um styrk úr Ferðasjóði íþróttafélaga vegna keppnisferða ársins 2021 rennur út á miðnætti mánudaginn 10. janúar 2022 (hægt að skila inn til miðnættis þann dag).

Ekki verður tekið við umsóknum sem berast eftir þann tíma.

Sótt er um með rafrænum hætti á sérstökum umsóknarvef. Smellið hér til að komast inn á umsóknarvefinn.

Öll íþrótta- og ungmennafélög innan ÍSÍ hafa rétt til að sækja um styrk í sjóðinn, vegna keppnisferða í viðurkenndum íþróttagreinum innan ÍSÍ á fyrirfram skilgreind styrkhæf mót. 

Nánari upplýsingar veitir Halla Kjartansdóttir, skrifstofustjóri ÍSÍ, netfang halla@isi.is.