Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

15

Ný reglugerð tekur gildi þann 23. desember

21.12.2021

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra tekur gildi þann 23. desember og eftirfarandi eru helstu atriði er snerta íþróttahreyfinguna: 

  • Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 50 í 20 manns og telja börn með í þeim fjölda.
  • Nándarregla verður aftur 2 metrar nema á meðal gesta á sitjandi viðburðum, þar verður nándarregla 1 metri. Börn fædd 2016 og síðar eru undanþegin nándarreglunni.
  • Grímuskylda gildir þar sem ekki er hægt að viðhafa 2 metra regluna en börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
  • Íþróttaæfingar og keppnir barna og fullorðinna eru heimilar fyrir allt að 50 manns.
  • Sótthreinsa skal snertifleti og sameiginleg áhöld milli hópa og lofta skal vel út.
  • Allt að 200 manns geta verið í áhorfendastúkum að uppfylltum ákveðnum skilyrðum sem m.a. fela í sér notkun hraðprófa.
  • Allt að 50 manns geta verið í hverju hólfi í áhorfendasvæðum þar sem hraðpróf eru ekki nýtt en þó að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.
  • Sundstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði geta tekið á móti allt að 50% af leyfilegum hámarksfjölda gesta. Börn telja ekki með í þeim fjölda.

Frétt á vef heilbrigðisráðuneytisins.
Reglugerð heilbrigðisráðherra birt þann 21.desember.
Minnisblað sóttvarnalæknis frá 20. desember.