Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

10.10.2024 - 10.10.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
25.10.2024 - 26.10.2024

Landsþing LH 2024

Ársþing Landssambands hestamannafélaga verður...
01.11.2024 - 30.11.2024

Syndum

Verkefnið Syndum hefst 1. nóvember og stendur...
21.11.2024 - 21.11.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
26

Evrópumeistari í kraftlyftingum!

14.12.2021

Kristín Þórhallsdóttir kraftlyftingakona varð um helgina Evrópumeistari í -84 kg flokki á nýju Evrópumeti á Evrópumeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum sem haldið var í Västerås í Svíþjóð.

Kristín lyfti af miklu öryggi 200-212,5-220 í hnébeygju, sem er nýtt Evrópumet og Íslandsmet. Í bekkpressu lyfti hún 102,5-110-115 sem er bæting á Íslandmeti og í réttstöðu lyfti hún 212,5 og 225 sem er nýtt Íslandsmet og tryggði henni 560 kg samanlegt sem er nýtt Evrópumet í flokknum.

Kristín hlaut því Evrópumeistaratitil, vann gull í öllum greinum, setti tvö Evrópumet og Íslandsmet í öllum greinum og er hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Evrópumeistaratitli í þríþraut í kraftlyftingum.

Sannarlega frábær árangur hjá Kristínu og óskar ÍSÍ henni og Kraftlyftingasambandi Íslands innilega til hamingju með afrekið.