Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Evrópumeistarar í hópfimleikum

06.12.2021

Íslenska kvennalandsliðið í hópfimleikum náði frábærum árangri á Evrópumótinu í hópfimleikum í Portúgal um helgina. Eftir æsispennandi keppni við landslið Svíþjóðar sem gaf báðum stigum sama heildarstigafjölda eftir allar greinar, samtals 57.250 stig, þá hafði íslenska landsliðið betur vegna þess að það vann fleiri greinar en það sænska. Ísland sigraði keppni á trampólíni og á gólfi en Svíarnir unnu keppnina á dýnu. Það munaði því afar mjóu og var sigurinn sætur fyrir íslenska liðið sem varð síðast Evrópumeistari árið 2012. 

Íslenska karlalandsliðið náði einnig frábærum árangri og hlaut silfurverðlaunin á mótinu og er það í fyrsta sinn sem karlalandslið Íslands vinnur til verðlauna á Evrópumóti í hópfimleikum.

Íslensku unglingalandsliðin fóru líka bæði á verðlaunapall, stúlknaliðið hlaut silfurverðlaun og blandaða unglingliðið hlaut bronsverðlaun.

Sannarlega frábær árangur hjá íslensku hópfimleikafólki á Evrópumeistaramótinu og óskar ÍSÍ keppendum, þjálfurum, aðstoðarfólki og Fimleikasambandi Íslands innilega til hamingju með Evrópumeistaratitilinn og önnur verðlaun á mótinu.

Myndir/FSÍ

Myndir með frétt