Eldur Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar tendraður í Róm
03.12.2021
Á morgun, 4. desember, verður eldur Vetrarólympíuhátíðar Evrópuæskunnar sem nefndur er Flame of Peace tendraður við Ara Pacis, altari tileinkað friðargyðjunni Pax, í Róm. Áhugasamir geta fylgst með athöfninni í beinu streymi á YouTube kl. 18:30 að staðartíma.
Hátíðin, sem fara mun fram í Vuokatti í Finnlandi að þessu sinni, hefst 12. desember nk. með íshokkíkeppni drengja en aðrir viðburðir leikanna verða svo haldnir í mars næstkomandi, nánar tiltekið dagana 20. - 25. mars 2022.
Ísland mun senda þátttakendur til hátíðarinnar í marsmánuði.