Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Jónatan Þór Halldórsson kjörinn formaður MSÍ

16.11.2021

Ársþing Mótorhjóla- og snjósleðaíþróttasambands Íslands (MSÍ) fór fram 13. nóvember sl. í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal.

Jón H. Eyþórsson formaður flutti skýrslu stjórnar. Öflugu starfi hefur verið haldið úti síðastliðið ár og áhersla lögð á afreksstarf og öryggismál. Þrándur Arnþórsson, framkvæmdastjóri MSÍ fór yfir reikninga ársins og drög að fjárhagsáætlun. 

Jón gaf ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku. Jónatan Þór Halldórsson var einróma kjörinn nýr formaður sambandsins. Tilkynnt var á þinginu að Jónatan yrði jafnframt framkvæmdastjóri sambandsins.
Pétur Smárason og Guðmundur Gústafsson voru kosnir í stjórn MSÍ til næstu tveggja ára en fyrir í stjórn voru Karl Gunnlaugsson og Björk Erlingsdóttir sitja áfram í  stjórn MSÍ til næsta ársþings.
Ingólfur Snorrason, Sveinn Logi Guðmannsson og Daði Þór Halldórsson voru kjörnir í varastjórn MSÍ til eins árs.
Halldóra Ósk Ólafsdóttir og Ingimundur Helgason voru einróma kjörin skoðunarmenn sambandsins.
Jóhannes Már Sigurðarson, Birgir Birgisson og Arinbjörn Rögnvaldsson voru einróma kjörnir í dómstól MSÍ.

Andri Stefánsson, starfandi framkvæmdastjóri ÍSÍ, var fulltrúi ÍSÍ á þinginu og flutti þar ávarp.

Mynd 1: Þrándur Arnþórsson fráfarandi framkvæmdastjóri, Jónatan Þór Halldórsson nýkjörinn formaður MSÍ og Jón H. Eyþórsson fráfarandi formaður.
Mynd 1:  Mættir meðlimir nýrrar stjórnar MSÍ, Guðmundur Gústafsson, Sveinn Logi Guðmannsson, Pétur Smárason, Jónatan Þór Halldórsson, Daði Þór Halldórsson og Ingólfur Snorrason.

Myndir með frétt