Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
24

Afreksbúðir ÍSÍ þann 13. nóvember

15.11.2021

Á laugardaginn var fóru fram Afreksbúðir ÍSÍ sem eru ætlaðar ungu og efnilegu íþróttafólki frá sérsamböndum ÍSÍ. Boðið var uppá tvo fyrirlestra og tóku um 60 ungmenni þátt að þessu sinni. Vegna fjölda smita í samfélaginu undanfarið fóru fyrirlestrarnir eingöngu fram á rafrænan hátt í gegnum Teams.

Elísa Viðarsdóttir næringarfræðingur og landsliðskona í knattspyrnu talaði um orkuefnin og samsetningu máltíða. Hún lagði áherslu á að það sé ekki nóg að heildarneysla sé í samræmi við orkuþörf heldur þarf einnig huga að samsetningu fæðunnar. Orkuefnin, prótein, fita og kolvetni eru öll nauðsynleg líkamanum en í mismiklu magni.

Kolbeinn Höður Gunnarsson, viðskiptafræðingur og landsliðsmaður í spretthlaupum talaði um möguleikana á námi samhliða æfingum og keppni í Bandaríkjunum. Sjálfur fór hann erlendis á fullum skólastyrk og deildi hann reynslu sinni þaðan. Hann fór m.a. yfir hvað það er sem þarf að gera til að komast út og möguleikana sem þar eru í boði.

Fyrirlestrar Elísu og Kolbeins munu koma inn á svæði Afreksbúða ÍSÍ á heimasíðunni en þar er einnig að finna aðra áhugaverða fyrirlestra. Næsti fyrirlestur í afreksbúðum ÍSÍ fer fram í janúar.