Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Grímuskylda tekur gildi á miðnætti

05.11.2021

Vegna fjölda smita í samfélaginu undanfarna daga verða samkomutakmarkanir hertar. Strax á miðnætti tekur gildi reglugerð um grímunotkun en frá og með miðvikudeginum 10. nóvember verða samkomutakmarkanir hertar.

Í stuttu máli verða aðgerðirnar eftirfarandi:

  • Grímuskylda: Strax á miðnætti tekur gildi reglugerð um grímunotkun. Skylt verður að bera grímu þar sem ekki er hægt að viðhafa 1 metra nálægðarmörk. Sem fyrr þarf ekki að bera grímu við íþróttaiðkunina sjálfa en áhorfendum ber að nota grímu. Börn 15 ára og yngri eru undanþegin grímunotkun.
  • Samkomutakmarkanir: Fjöldatakmarkanir verða 500 manns. Þar sem hraðprófa verður krafist verður heimilt að halda viðburði fyrir allt að 1500 manns. Gestum á slíkum viðburðum ber að nota grímu þar sem ekki er hægt að viðhafa 1 metra fjarlægð frá ótengdum aðilum.

Sjá frétt á vef heilbrigðisráðuneytis.

Athugið að beðið er eftir því að reglugerðirnar verði birtar til að fá nánari útfærslu á reglunum.