Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

26

Kynningarfundir samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

22.10.2021

 

Sigurbjörg Sigurpálsdóttir samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs hefur haldið fjóra kynningarfundi undanfarnar vikur.  Fundirnir hafa farið fram á Akureyri, Húsavík, Höfn í Hornafirði og á Egilsstöðum.  Reyndar fóru tveir fundir fram á Höfn þar sem sérstakur fundur var haldinn þar á ensku fyrir þá aðila innan Umf. Sindra sem ekki hafa íslensku sem móðurmál. 

Kynning Sigurbjargar er í raun þrískipt, kynning á starfi samskiptaráðgjafa, kynning á öflun upplýsinga úr sakaskrá og kynning á vinnu við samræmingu viðbragðsáætlana vegna atvika og misgerða.  Fulltrúi ÍSÍ á þessum kynningarfundum var Viðar Sigurjónsson skrifstofustjóri ÍSÍ á Akureyri.  Þau Sigurbjörg og Viðar svöruðu svo fyrirspurnum að kynningunum loknum. 

Næstu kynningarfundir eru fyrirhugaðir í næstu viku og verða þeir á Selfossi miðvikudaginn 27. október og í Reykjanesbæ fimmtudaginn 28. október.  Heimasíða samskiptaráðgjafa er samskiptaradgjafi.is 

Myndir með frétt