Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

21.01.2026 - 21.01.2026

RIG ráðstefna

Í tengslum við RIG þá verður ráðstefna um...
12

För Ólympíueldsins til Peking

18.10.2021

Ólympíueldurinn byrjaði för sína frá Ólympíu til Peking í dag.

Fjarri annasömum undirbúningi Vetrarólympíuleikanna í Peking á fallegum stað í Ólympíu, þar sem Ólympíuleikarnir voru haldnir til forna, var eldurinn tendraður með tilheyrandi viðhöfn. Í dag mun vera hlaupið með eldinn á afhendingarstaðinn og verður sýnt frá afhendingunni í fyrramálið. Þann 20. október verður svo komuathöfn Ólympíueldsins í Peking.

Hér má sjá athöfnina í morgun

Á morgun 19. október verður önnur athöfn og er hlekkur á þann viðburð hér.

Vetrarólympíuleikar fara fram í Peking í Kína 4. - 20. febrúar 2022.