Beint á efnisyfirlit síðunnar

Á döfinni

05.12.2024 - 05.12.2024

Fundur

Fundur verður haldinn í framkvæmdastjórn ÍSÍ...
21

Skýrsla starfshóps um þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir

12.10.2021

Starfshópur um þjóðarleikvang fyrir frjálsíþróttir hefur skilað skýrslu sinni til mennta- og menningarmálaráðuneytis. Hópurinn kemst að þeirri niðurstöðu að ef þjóðarleikvangur í knattspyrnu verður áfram á Laugardalsvelli þá sé framtíð frjálsíþróttastarfs best borgið á nýjum leikvangi fyrir norðan Suðurlandsbraut, austan frjálsíþróttahallar við Engjaveg. Mannvirki sem myndi tengjast núverandi frjálsíþróttahöll, öðrum íþróttamannvirkjum sem og öðrum opnum svæðum í Laugardal.

Starfshópurinn sér fram á að mannvirkið verði vel nýtt fyrir alþjóðlegt keppnishald og stærri mót á vegum Frjálsíþróttasambands Íslands og Íþróttasambands fatlaðra, æfingar afreksmanna, æfingar barna-, unglinga og annarra í hverfisfélögum í Reykjavík en einnig sem möguleg aðstaða fyrir afreksíþróttamiðstöð í Laugardalnum, auk rannsókna, þjálfunar og kennslu í skólum.

Í starfshópnum sátu fulltrúar frá Frjálsíþróttasambandi Íslands (FRÍ), Reykjavíkurborg og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) auk fulltrúa ráðuneytisins. Fulltrúi ÍSÍ í hópnum var Þórey Edda Elísdóttir, 1. varaforseti ÍSÍ.

Hér má lesa skýrslu starfshópsins.